Vatnajökull stjórnar öllu

Í Kiljunni sagði ljósmyndarinn Sigurþór „Spessi“ Hallbjörnsson Agli Helgasyni frá nýrri ljósmyndabók sinni sem hann nefnir Tóm. Í bókinni eru um 100 myndir teknar í Öræfum. Hann segir að öræfin séu ekki beinlínis falleg, heldur frekar ægifögur.