Samkeppniseftirlitið atyrðir bankana fyrir viðbrögð við vaxtadómi

Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðbragða við vaxtadómi Hæstaréttar, þar sem ákveðin ákvæði í íbúðalánasamningum Íslandsbanka voru úrskurðuð ólögleg.  Eftirlitið varar við því að viðbrögð starfsmanna bankanna geti jafngilt broti á samkeppnislögum.  „Í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka hefur sprottið umræða um möguleg áhrif dómsins um vaxtakjör til framtíðar. Í einhverjum tilvikum hafa...