Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, IER, gerir tólf tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu eftir úttekt IER á aðdraganda og fyrirkomulagi þess þegar Reykjavíkurborg samdi við olíufélögin um fækkun bensínstöðva í borginni í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar.