Súðavík: 20 m.kr. í skólalóð á næsta ári

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur ákveðið að setja upp á næsta ári sparkvöll og körfuboltavöll á skólalóðinni við Grunnskóla Súðavíkur. Ákveðið var að setja verkefnið á fjárhagsáætlun fyrir 2026, en áætlaður kostnaður er um 20 m.kr. Fyrir sveitarstjórnina voru lögð tilboð frá nokkrum aðilum um lausnir á skólalóðinni s.s. með uppsetningu á leiktækjum og íþróttaaðstöðu.