Ís­lensk hönnun á for­síðu Wall Street Journal: „Hún hafði sam­band við mig á Instagram“

Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Wall Street Journal Magazine, í tilefni þess að hún hefur verið útnefnd frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum. Á myndunum klæðist hún skóm frá íslenska tískumerkinu Kalda.