Saint Pete – Superman Akureyrski rapparinn Saint Pete eða Pétur Már Guðmundsson hefur átt mest streymda íslenska lagið á Spotify síðustu vikur. Lagið heitir Superman og rapparinn er sjóðheitur þessa dagana, hefur unnið lög undanfarin misseri með flestum þeim stærstu í rappsenunni. Eva – Ást Hljómsveitin Eva, sem er skipuð þeim Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur og Sigríði Eir, hefur sent frá sér lagið Ást. Lagið er diskóblaðra eftir þær með engum öðrum en Páli Óskari í bakröddum og það var Trausti Haraldsson sem útsetti. Undiraldan fimmtudaginn 16. október Það er komið að því að líta á nýtt íslenskt popp sem hefur komið út undanfarið og það er óhætt að segja að fjölbreytni og fjör fara saman hjá tónlistarfólkinu. Matthias Moon – Vor Tónlistarmaðurinn Matthías Máni Jónasson kýs að kalla sig Matthias Moon þegar hann býr til tónlist. Lagið Vor er frumsamið og tekið af nýútkominni og jafnframt fyrstu plötu hans sem kom út 10. október. Fussumsvei – Djöfulgangur Lagið Djöfulgangur er um mann sem er orðinn þreyttur á partýglöðum granna en tekur að lokum þátt í gleðinni. Lagið er með hljómsveitinni Fussumsvei, sem spilar pönk, og höfundur þess er Kolbeinn Tumi Haraldsson. Open Jars – Counteract Counteract er nýjasta lagið á væntanlegri plötu Open Jars sem er listamannsnafn Óskars Jósúa Snorrasonar. Platan gengur undir vinnuheitinu Half Salamander. Lagið var samið, tekið upp og unnið í heimastúdíói Óskars, sem skipar indípopp-/rokkhljómsveitina Open Jars. Lagið snýst um að stjórna hugsunum. Álfgrímur – Hjartað slær Tónlistarmaðurinn Álfgrímur hefur sent frá sér Hjartað slær eitt, sem hann skilgreinir sem hvatningarsöng í gegnum ástarsorg og leið til finna styrkinn innra með sér. Lagið og textinn eru eftir Álfgrím og lagið var unnið í samstarfi við tónlistarfólkið Kusk, Óvita og Húna. Molda – Kill it With Kindness Molda frá Vestmannaeyjum hefur sent frá sér lagið Kill It with Kindness. Rúmt ár er frá því að síðast heyrðist í þeim félögum. Eyjapeyjarnir sækja innblástur í gruggtímabilið og líta sérstaklega til ofursveita eins og Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Hákon Guðni og Klara Elias – Sé þig seinna Tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Klara Elías og Hákon sameinast í glænýju lagi, Sé þig seinna, sem sækir innblástur í missi, sorg og löngun eftir samveru. Klara og Hákon sömdu lagið og Halldór Gunnar Pálsson útsetti. Undiraldan þriðjudaginn 14. október Það er komið að því að líta á nýtt íslenskt popp sem hefur komið út undanfarið og það er óhætt að segja að fjölbreytni og fjör fara saman hjá tónlistarfólkinu. Kristmundur Axel ásamt GDRN – Blágræn Kristmundur Axel hefur sent frá sér lagið Blágræn en lagið samdi hann með Þormóði Eiríkssyni sem spilar á öll hljóðfæri. Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, er með gestainnkomu og semur sitt erindi í laginu sem flokkast sem kántrípopp. Snorri Helgason – Megi það svo vera Snorri Helgason hefur sent frá sér lagið Megi það svo vera sem hann samdi til barnanna sinna í göngutúr. Lagið er partur af Borgartúnsplötu Snorra þrátt fyrir að vera töluvert mýkra en þau sem hafa komið á undan. Platan kom út á streymisveitum 13. október. Tár – Remember Lagið Remember er það nýjasta frá dúettinum TÁR sem er sem fyrr skipaður Elínu Ey og Zoe. Í laginu skoða þær hugurheim barnæsku sinnar með því að senda ástarbréf til fortíðarhyggju, ástar og eftirsjár. Eyþór Gunnarsson spilar á píanó. Malen – Leave it at Goodbye Tónlistarkonan Malen Áskelsdóttir hefur sent frá sér sitt eigið lag og ljóð sem heitir Leave it at Goodbye. Lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn af framleiðandanum Lukas Kragh og er gefið út hjá Öldu Music. Svala Björgvins – Þitt fyrsta bros Áður en Svala Björgvins skellir sér á bólakaf í jólavertíðina dýfir hún sér í söngvabók föður síns í annað skipti á stuttum tíma. Fyrst reyndi hún sig við Himin og jörð en að þessu sinni er það Þitt fyrsta bros. Paradísa – Icon Lagið Icon með Dísu Dungal eða Paradísu er tileinkað þeim sem hafa sært eða komið illa fram við hana í gegnum tíðina og þeim sem höfðu enga trú á henni. Lagið, sem er taktfast rafpopp, er eftir Bjarka Hallbergsson og Paradísa semur textann. Júlía – Elskan Elskan er eftir Júlíu Scheving og Daybright og fjallar um samband sem er komið á endastöð. Textinn er persónulegur og einlægur og snertir á þeirri tilfinningu að geta ekki bjargað öðrum fyrr en maður bjargar sjálfum sér og þeirri staðreynd að lífið heldur áfram þrátt fyrir sársaukann sem fylgir kaflaskiptum. Lagalisti fimmunar