Eins konar gangandi kraftaverk

Þegar Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir var að reyna að skilja ljóðabókina Ariel eftir Sylviu Plath, einhverja frægustu ljóðabók 20. aldarinnar, fór hún að þýða hana. Í samtali við Egil Helgason í Kiljunni sagði hún að þó í bókinni væru erfið ljóð um sjálfsvíg, þar á meðal ljóðið Lafði Lasarus, segir hún mikilvægt að það komi fram að það fjalli um endurfæðingu. Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur svo Lafði Lasarus í þýðingu Móheiðar.