Ný heimildar­mynd af­hjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrir­slátt MAST

Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar.