Ljósleiðaraslit er á stofnstreng Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis. Þetta kemur fram á vef Mílu . Þar segir að slitið hafi áhrif á nettengingar í Norðlingaholti, stofntengingar Mílu og á farsímasenda á Vatnsenda og í Bláfjöllum. Slitið hefur áhrif á um 400 nettengingar í Norðlingaholti. Framkvæmdasvið Mílu er þegar farið af stað í leit að slitinu. Ekki liggur fyrir hvenær gert verður við slitið. Myndin er af Hellisheiði, á milli Norðlingaholts og Hveragerðis.RÚV / Brynja Þorgeirsdóttir