Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á mögulegu kynferðisbroti gegn stúlku í Hafnarfirði. Þetta staðfesti Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði rannsóknina miða ágætlega en málið væri á viðkvæmu stigi. Greint var frá því í gær að maðurinn væri í haldi lögreglu og að stúlkan væri yngri en fjórtán ára. Maðurinn var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember.