Netlaust í Norðlingaholti

Netlaust er í Norðlingaholti vegna ljósleiðaraslits á stofnstreng Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis. Þetta kemur fram á vef Mílu . Slitið hefur áhrif á um 400 nettengingar í Norðlingaholti, stofntengingar Mílu og á farsímasenda á Vatnsenda og í Bláfjöllum. Framkvæmdasvið Mílu hefur fundið ljósleiðaraslitið við Arnarnesveg þar sem framkvæmdir eru við nýja brú. Verið er að grafa frá slitinu og áætlað er að gert verði við hann um 22:00 í kvöld. Slitið er nærri nýju brúnni við Arnarnesveg.Rúv