Höfuðkúpubrotnaði í árás Kristjáns

Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á konu á heimili sínu í Reykjavík í janúar 2022. Dómurinn taldi sannað að hann hefði kastað hlut í höfuð konunnar með þeim afleiðingum að hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila.