Komum í veg fyrir að á­föll erfist á milli kyn­slóða

Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar.