Nú liggja fyrir drög að frumvarpi dómsmálaráðuneytisins til laga um brottfararstöð, þar sem ætlunin er að vista útlendinga, þar á meðal börn sem vísa á úr landi, í varðhaldi við landamærin. Það skýtur skökku við að Ísland, sem hingað til hefur getað hreykt sér af því að setja börn ekki í varðhald á grundvelli þess að þau eru útlendingar, ætli nú að gera það á sama tíma og önnur ríki byggja upp mannúðlegri úrræði til að forðast slíkar aðstæður.