Prófa sig áfram með gervigreind í skólum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur sett á fót tilraunaverkefni í samstarfi við Kennarasamband Íslands sem snýst um að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar í kennslu. „Í samstarfi við Anthropic og Google mun MMS bjóða 600 kennurum um allt land aðgang að tveimur af nýjustu gervigreindartólunum,“ segir í tilkynningu. „Aðgangurinn nýtist til undirbúnings fyrir kennslu og mun fylgja...