Stelpan horfði opinmynt á strætóbílstjórann þar sem hann setti höndina yfir baukinn þar sem greiða átti fargjaldið. Henni skildist fljótlega að þau, mamma hennar, sem var einstæð móðir með tvö börn, þyrftu ekki að greiða fyrir farið. Strætóbílstjórinn reyndist vera vinur afa hennar og þvertók fyrir greiðslu þó að hann væri aðeins að beygja reglurnar.