Fangelsismálastjóri segir vandmeðfarið að grípa til almennra aðgerða til að sporna við átökum á milli fanga líkt og gerðist í útivist á Litla-Hrauni í gær, enda feli þær yfirleitt í sér skerðingu á athafnafrelsi manna.