Óhugnanlega lík manninum sínum

„Þegar ég leit í spegilinn um morguninn hafði andlitið á mér gleymt hver ég var,“ segir konan sem er fyrir miðju meginsögu Vaxtarræktarkonunnar einmana, safns sagna eftir japanska höfundinn Yukiko Motoya. Það er eins og andlitsdrættir hennar muni ekki réttar staðsetningar enda segist hún vera orðin „óhugnanlega lík manninum mínum“.