„Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“
Valur vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Bónusdeild karla þetta tímabilið þegar þeir lögðu nýliða Ármann að velli með níu stiga mun 94-83. Frank Aron Booker var að vonum ánægður með sigurinn sem Valsmenn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir.