Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München unnu dramatískan sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Pernille Harder kom Bayern yfir á 11. mínútu en Eva Schatzer jafnaði skömmu síðar og 1-1 stóð í hálfleik. Það virtust ætla að vera lokatölur en Lea Schüller skoraði sigurmark Bayern á lokamínútum uppbótatímans og 2-1 lokatölur. Glódís fagnar með liðsfélögum sínum eftir sigurinn.EPA / ANNA SZILAGYI Þetta var fyrsti sigur Bayern í Meistaradeildinni en liðið tapaði fyrir Barcelona í fyrsta leik. Önnur úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld urðu eftirfarandi: Atletico Madrid - Manchester United: 0-1 Benfica - Arsenal: 0-2 PSG - Real Madrid: 1-2