Sex sóttu um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, en embættið var auglýst laust til umsóknar í lok september eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði starfi sínu lausu í maí á þessu ári. Úlfar lét af embættinu eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að hún hygðist auglýsa stöðuna. Margrét Kristín Pálsdóttir er settur lögreglustjóri. Nýr lögreglustjóri verður skipaður 1. desember. Umsækjendur eru eftirfarandi: Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum. Ásmundur Jónsson, saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Birgir Jónasson, settur forstjóri fangelsismálastofnunar. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá Ríkislögreglustjóra. Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sverrir Sigurjónsson, lögmaður hjá LAND Lögmenn og Domusnova fasteignasölu.