Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 skók Surigao del Norte-hérað á Filippseyjum í kvöld. Sjónarvottar lýsa skjálftanum sem snöggum kipp sem varði stutt. Mynd úr safni sem sýnir skemmdir eftir jarðskjálfta í Surigao del Norte fyrir nokkrum árum.EPA / CERILO EBRANO Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir skjálftann hafa átt upptök á 69 kílómetra dýpi. Ekki hafa enn borist tíðindi af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum. Vika er síðan átta fórust þegar tveir voldugir jarðskjálftar riðu yfir Mindanao, megineyju klasans. Nokkrum dögum fyrr létu 76 lífið í jarðskjálfta af stærðinni 6,9 sem varð í Cebu-héraði. Jarðskjálftar eru næstum daglegt brauð á Filippseyjum sem liggja á Kyrrahafseldhringnum svokallaða.