„Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Það hefur verið mikið aðflæði og þar af leiðandi margir sem bíða á bráðadeild annaðhvort eftir öðrum deildum eða annarri aðstoð. Á miðvikudaginn höfðum við einfaldlega ekki pláss til að taka á móti fólki,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans.