Milljarða ávinningur

Samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög um bensínstöðvalóðir, fækkun þeirra og breytt skipulag, kunna að hafa fært fyrirtækjunum veruleg verðmæti án fullnægjandi endurgjalds. Þetta kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjafar borgarinnar (IER) sem birt var í gær eftir að Morgunblaðið sagði fréttir af efni hennar.