Rólegheitaveður víðast hvar

Útlit er fyrir hæglætisveður víðast hvar um landið. Veðurstofan spáir suðvestlægri átt, þremur til átta metrum sekúndur, en átta til þrettán norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað eystra. Hæg breytileg átt, skýjað og súld eða lítilsháttar riging með köflum í fyrramálið, en bjart austantil. Gengur í norðan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu síðdegis á morgun með dálítilli rigningu norðantil, en bjartviðri á sunnanverðu landinu. Hiti sex til tólf stig að deginum, en kólnar annað kvöld.