„Ég var orðinn svolítið þreyttur á þessari einsleitu mynd sem hefur oft verið dregin upp af mömmu,“ segir Kolbeinn Þorsteinsson sem sendi nýlega frá sér bókina Mamma og ég, en í henni rifjar hann upp árin með og án móður sinnar, Ástu Sigurðardóttur, þar til hún lést fyrir aldur fram þegar hann var rétt að verða 10 ára.