Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp
Sprengja sprakk undir bíl eins fremsta rannsóknarblaðamanns Ítalíu fyrir utan heimili hans sunnan af Róm í nótt. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fordæmdi tilræðið í morgun og ógnanir sem blaðamaðurinn sætti.