Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnar­nesi

Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Tjaldanes á Arnarnesi. Húsið var áður í eigu knattspyrnumannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og eiginkonu hans, lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur. Kaupsamningur var undirritaður þann 9. október.