Ekki er ráðlagt að nota þumalinn í skilaboðum

Lyndistákn, eða emoji, eru ekki bara lítil andlit í lok skilaboða heldur geta þau valdið misskilningi á milli kynslóða á ólíka vegu. Anna Steinsen, eigandi og þjálfari KVAN, útskýrir helstu emoji-hættusvæðin. „Karlar og konur á mínum aldri og eldri eiga það til að gefa „like“-puttann og hann getur þýtt fyrir okkur: frábært, vel gert og svona, en einhverra hluta vegna breyttist þetta án þess að við fengjum að vita af því og núna er þetta orðið kalt, þurrt og bara ömurlegt, “ segir hún. Rætt var við Önnu í Kastljósinu í gærkvöld. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.