Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“

„Ár…. Í dag er ár síðan ég fékk að lifa. Atvik sem virkar svo þokukennt, óraunverulegt. Blákaldi veruleikinn er hins vegar sá að þetta gerðist. Barnsfaðir minn og fyrrum maki reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann.“