Origo kaupir Kappa

Origo hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé hugbúnaðarráðgjafafyrirtækisins Kappi ehf., sem sérhæfir sig í innleiðingu Microsoft Business Central, sem er nýjasta kynslóð viðskiptakerfa frá Microsoft. Kaupin eru hluti af stefnu Origo um að efla stöðu sína sem leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana í hagnýtingu Microsoft lausna, þar á meðal Business Central, Power Platform, Fabric og Azure.