Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina
Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr.