Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah

Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar þurfa að spyrja sig að á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard, það er að nýta möguleikann til að gera ótakmarkaðar breytingar á liðinu sínu. Í nýjasta þætti Fantasýnar fór Albert Þór Guðmundsson yfir Wildcard-liðið sitt eins og þetta lítur út núna.