Eru Framúr­skarandi fyrir­tæki og stolt af því

Á lista ársins yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru rúmlega 40 fyrirtæki sem hafa setið þar frá upphafi. Þau fyrirtæki eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og eiga kannski það helst sameiginlegt að búa yfir mikilli þrautseigju og útsjónarsemi í bland við gott og traust starfsfólk.