Rúmlega þúsund manns hafa verið og verða flutt á brott frá bæjum og þorpum í Alaska eftir að öflugt óveður lék svæðið grátt á undanförnum dögum. Um er að ræða einhverja umfangsmestu brottflutninga í sögu Alaska en fjölmörg hús eyðilögðust í óveðrinu og mörg þeirra enduðu út á hafi.