Bullandi „comeback“

Tveggja kvenna bandið Hljómsveitin Eva varð til á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands fyrir 12 árum. Þetta samstarfsverkefni Sigríðar Eirar Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur vakti töluverða athygli árin á eftir. Í kvöld frumsýna þær í Tjarnarbíói tónleikinn Kosmískt skítamix.