„Risastór ógn á innlendum markaði“

Áskriftarsala fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýn hefur verið undir væntingum. Þar spila ýmsir þættir inn í, svo sem nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu um flutningsrétt keppinauts á öllu línulegu sjónvarpsefni Sýnar, aðgerðaleysi stjórnvalda og notkun almennings á ólöglegum streymisveitum.