Amorim: Veit að knattspyrnan virkar ekki þannig

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, kvaðst á fréttamannafundi í dag þakklátur Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeiganda félagsins sem fer með daglega stjórn knattspyrnutengdra mála, fyrir stuðningsyfirlýsingu en að lífið innan knattspyrnunnar sé hverfult.