Innviðaráðherra: styður sóknarstýringu á grásleppu

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra ávarpaði aðalfund Landssambands smábátaeigenda í gær. Ráðherrann fer með ráðstöfun á 5,3% af aflaheimildum aflamarkskerfisins, en þar undir eru heimildir til strandveiða. Ítrekaði ráðherrann í ræðu sinni að staðið yrði við ákvæði stjórnarsáttmálans um 48 daga strandveiðar. Hins vegar væru núverandi aflaheimildir ekki nægar til þess og því þyrfti að endurskoða kerfið […]