Strákarnir okkar standa í stað

Íslenska karlalandsliðið er í 74. sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út í dag. Liðið stendur í stað frá síðasta lista. Frá því síðasti listi var gefinn út tapaði Ísland fyrir Úkraínu 3-5 en gerði svo glæsilegt 2-2 jafntefli við Frakkland. Þess má geta að besta staða Strákanna okkar á listanum var 18. Lesa meira