Kjartan er nýr formaður Landssamtaka smábátaeigenda

Kjartan Páll Sveinsson.Aðsend Kjartan Páll Sveinsson var kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda á landsfundi sambandsins í dag. Kjartan var áður formaður Strandveiðifélags Íslands. Hann var einn í framboði. Talsverð uppstokkun er í forystu Landssambands smábátaeigenda , en fráfarandi formaður var einn stofnenda sambandsins og gegndi formennsku frá 1985 til 2013 og aftur frá 2020. Þá hyggst framkvæmdastjóri sambandsins láta af störfum á árinu, en hann hefur stýrt rekstri sambandsins síðan 1986.