Hálfdán auglýsir eftir kærustu

Strákarnir hafa haft í nægu að snúast undanfarið. „Alltaf þegar við klárum eitthvað verkefni þá byrjum við að vinna í einhverju öðru verkefni, um leið og þetta er ekki gaman lengur þá hættum við þessu, en þetta er ógeðslega gaman, þannig að við erum ekkert að fara að hætta,“ sagði Hálfdán. Þeir komu fram á yfir áttatíu viðburðum víðs vegar um landið í sumar. Laginu Róa hefur verið streymt tæplega 27 milljón sinnum á Spotify og fram undan eru jólatónleikar, Evróputúr og ný plata í janúar. Matti er nýbúinn að festa kaup á íbúð með kærustunni og Hálfdán sem er á lausu notaði tækifærið og auglýsti eftir kærustu í beinni.