Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia eru vinstri hornamennirnir í landsliðshópnum að þessu sinni og Bjarki Már verður því ekki með í Þýskalandsleikjunum. Annars kemur fátt annað á óvart nema að Snorri taki þrjá markverði inn í hópinn. Ágúst Elí Björgvinsson verður með eftir nokkurt hlé, en síðustu misseri hefur Ísak Steinsson verið til skoðunar sem þriðji markvörður á eftir Viktori Gísla Hallgrímssyni og Björgvini Páli Gústavssyni. Viðtal við Snorra Stein má sjá hér fyrir neðan. Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í dag val á 17 manna landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir vináttuleiki við Þjóðverja sem leiknir verða ytra um mánaðamótin. Bjarki Már Elísson er ekki valinn að þessu sinni. Janus Daði Smárason er meiddur og því ekki valinn og þá lagði Aron Pálmarsson skóna á hilluna í vor. Gera má ráð fyrir því að Ómar Ingi Magnússon sé þar með orðinn fyrirliði landsliðsins, en hann bar fyrirliðabandið síðast í fjarveru Arons. Hópurinn er eftirfarandi: Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (52/3) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (284/26) Viktor Gísli Hallgrímsson, Barcelona (70/2) Aðrir leikmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (103/107) Einar Þorsteinn Ólafsson, HSV Hamburg (23/7) Elliði Snær Viðarsson, VFL Gummersbach (60/130) Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (89/205) Gísli Þorgeir Kristjánsson, Madgeburg (71/155) Haukur Þrastarson, Reihn-Neckar Löwen (44/64) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (54/162) Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (90/325) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (28/86) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (85/230) Stiven Tobar Valencia, Benfica (20/23)* Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (17/34) Viggó Kristjánsson, Erlangen (69/211) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (104/47)