Bergsveinn Arilíusson er flestum tónlistarunnendum kunnur sem Beggi í Sóldögg. Hann sló fyrst í gegn í söngleiknum The Commitments sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti setti upp á síðustu öld, svo söng hann með þeirri vinsælu hljómsveit Sóldögg, þá Pöpunum og loks Vinum vors og blóma ásamt því að gefa út huggulega sólóplötu, September. Færri þekkja kannski rapparann MC Beggio sem rappaði með Acid Juice (Mysa), í Breiðholtinu. Hún var einmitt fyrsta íslenska rappsveitin sem heyrðist í á Rás 2. Með því að smella á myndina má heyra brot af flutningi Acid Juice í Dægurmálaútvarpinu, skemmtilegar sögur frá Begga og huggulegan flutning hans og Gunnars Þórs Jónssonar á gamalli perlu Depeche Mode.