Olís og nýsköpunarfyrirtækið Pikkoló hafa gert með sér samstarfssamning um uppsetningu kældra afhendingarstöðva fyrir matvöru á þjónustustöðvum Olís. Fyrstu þrjár stöðvarnar verða staðsettar við Gullinbrú, í Garðabæ og við Ánanaust, og er áætlað að þær opni vorið 2026.