Breiðablik til Danmerkur

Breiðablik mun mæta dönsku meisturunum Fortuna Hjørring í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í fótbolta. Dregið var í dag og var danska liðið í efri styrkleikaflokki en Blikar í þeim neðri. Breiðablik sló út slóvakíska liðið Spartak Subotica til að komast í 16-liða úrslitin. Fyrri leikur Blika gegn Fortuna Hjørring verður spilaður 11. eða 12. nóvember og síðari leikurinn viku seinna. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Breiðabliks.Mummi Lú