Donald Trump forseti Bandaríkjanna ætlar að ræða við Xi Jinping leiðtoga Kína innan skamms. Hann greindi frá því í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni að þeir myndu ræða saman í Suður-Kóreu um næstu mánaðamót. Fundur þeirra verður haldinn í tengslum við leiðtogafund samráðsvettvangs um efnahagssamvinnu Asíu- og Kyrrahafsríkja. Fréttamaður Fox spurði Trump út í harðnandi átök ríkjanna í viðskiptum og nýlegar yfirlýsingar Trumps um hækkun tolla á innflutning frá Kína. Forsetinn sagði að ná þyrfti sanngjörnum samningi. „Við eigum við öflugan andstæðing að etja, það eina sem þeir virða er að við séum sterkir.“ Donald Trump.AP / Evan Vucci