Hvalárvirkjun: Strandabyggð frestar tillögu um mat á lengri línulögn

Sveitarstjórn Strandabyggðar frestaði því á fundi sínum í vikunni að afgreiða tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar Strandabyggðar, sem vill að til umhverfismats á mögulegri leið rafmagnslínu frá Hvalárvirkjun að tengivirki í Miðdal verði tekið línustæði innan við Trékyllisvík, Reykjarfjörð og yfir Trékyllisheiði. Sú leið er um 20 km lengri en þær leiðir sem Landsnet hyggst meta […]