Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum, AECO, gera alvarlegar athugasemdir við fjárhæð innviðagjalds, 2.500 kr á sólarhring pr. farþega á skemmtiferðaskipi, í umsögn sinni til Alþingis við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin boðar 500 kr. lækkun á næsta ári en síðan óbreytta fjárhæð. Samtökin benda á að innviðagjald uppá 2.500 kr. fast gjald á hvern farþega, óháð aldri sé […]