Verkföll flugumferðarstjóra hefjast á sunnudag

Það er allt í járnum í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins en fundur með ríkissáttasemjara í dag bar ekki árangur. Stefnir nú allt í verkfall á sunnudaginn.